Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut tvenn verðlaun í verðlaunasamkeppni lífeyrissjóða sem haldin var af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE) nýverið.

Sjóðurinn var valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki en miðað er við sjóði sem eru minni en einn milljarður evra að stærð (153 milljarðar króna).

Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sjóðurinn hafi verið valinn besti lífeyrissjóður Evrópulanda með færri en eina milljón íbúa annað árið í röð og tilnefndur til verðlauna í tveimur öðrum flokkum. Er þetta besti árangur sem sjóðurinn hefur náð í IPEverðlaunasamkeppninni, að því er segir í tilkynningunni.