Samningur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um minni takmarkanir á flugsamgöngum milli meginlandanna tekur gildi fljótlega. Talið er að fjölda véla sem ferðast yfir Atlantshafið muni fjölga talsvert í kjölfarið.

Þrátt fyrir þetta eru ennþá hindranir til staðar, og er þar skemmst að minnast takmarkaðra plássa á flugvöllum. Á undanförnum dögum hafa verið fluttar fréttir af miklum töfum á Heathrow í London, en þar var ný bygging tekin í notkun í vikunni. Mörgum flugum hefur verið frestað eða aflýst vegna þessa.

Þó hafa lágfargjaldaflugfélög á borð við Ryanair sýnt áhuga á því að fljúga til Ameríku, en talið er að slík flugfélög myndu frekar notað við minna þekkta flugvelli beggja vegna hafsins, eins og þekkt er.

Aðrar breytingar fela í sér að flugfélög hvort í Bandaríkjunum eða Evrópusambandinu mega nú eiga stærri hluti í hvoru öðru. Bandarísk flugfélög mega nú eiga 49% hlut evrópskum flugfélögum, en evrópsk flugfélög mega aðeins eiga 25% í bandarískum flugfélögum. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þó heitið því að rétta stöðu evrópskra flugfélaga hvað þetta varðar.