Skömmu eftir opnun markaðarins í Frankfurt hafði DAX-vísitalan fallið um meira en 5%. Í frétt Das Handelsblatt segir að aftur hafi mest lækkun orðið á gengi banka og fjármálafyrirtækja, þannig hafi til að mynda gengi bréfa Deutsche Bank lækkað um 7,8% og bréfa Commerzbank um 5,3% sem kemur í kjölfar mikillar lækkunar í gær.

“Markaðir eru í frjálsu falli. Kaupendur efast um að aðgerðir bandarísku ríkisstjórnarinnar muni duga til þess að koma í veg fyrir niðursveiflu, “ hefur blaðið eftir einum verðbréfamiðlara. Þá var einnig orðrómur um það í kauphöllinni í Frankfurt að stofnanafjárfestar væru með kerfisbundnum hætti að minnka stöður sínar í hlutabréfum. Gengi hlutabréfa hefur þó aðeins gengið til baka eftir því sem leið á og nemur lækkun DAX vísitölunnar um 2,5% rétt eftir klukkan eftir ellefu  í þýskalandi.