*

föstudagur, 16. apríl 2021
Innlent 25. febrúar 2021 17:58

Fróði aðstoðað þúsundir viðskiptavina

Af þeim sem nýta sér þjónustu spjallmennis Íslandsbanka fá 90% úrlausn sinna mála og eru 80% ánægðir með svör.

Ritstjórn
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar um spjallmennið Fróða í Viðskiptablaði dagsins.
Haraldur Guðjónsson

Yfir 20 þúsund samtöl hafa átt sér stað milli viðskiptavina Íslandsbanka og Fróða, sem er spjallmenni Íslandsbanka og aðstoðar viðskiptavini með fyrirspurnir. Fróði er afrakstur norræns samstarfs í fjártækni og var tekinn í notkun síðastliðið haust.

Um helming allra fyrirspurna leysir Fróði sjálfur en einfalt er fyrir viðskiptavini að fá samband við ráðgjafa ef þess er óskað. Af þeim sem nýta sér þjónustu Fróða fá 90% úrlausn sinna mála og eru 80% viðskiptavina ánægðir með svör Fróða. Þetta kemur fram í grein Sigríðar Hrefnu Hrafnkelsdóttur, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Íslandsbanka í Viðskiptablaðinu í dag.

Með tilkomu Fróða er hægt að nýta sér hraðari afgreiðslu og ráðgjafar bankans hafa því aukinn tíma til að svara flóknari erindum.

„Fróði sannaði sig til dæmis vel í nýafstöðu útboði Icelandair þegar hann leiðbeindi stórum hópi viðskiptavina um hvar væri hægt að stofna vörslureikning hjá bankanum. Fróði kemur svo sannarlega aldrei í staðinn fyrir reynslumikinn ráðgjafa hjá bankanum en hann getur aðstoðað með margt, er aðgengilegur á öllum tímum sólarhringsins og í gegnum Fróða er hægt að koma í bein tengsl við ráðgjafa bankans á opnunartíma útibúa," skrifar Sigríður Hrefna. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér