Þótt mannfólkið finni kannski síður fyrir því að hitastig hafi hækkað að meðtaltali um eina gráðu frá iðnbyltingu eru vínekrur á meginlandi Evrópu farnar að finna þó nokkuð fyrir hitanum. Í ítarlegri fréttaskýringu í Der Spiegel er sagt frá því að hitastig sé þegar orðið of hátt fyrir framleiðslu ýmissa þrúgna í Frakklandi.

„Við höfum barist í bökkunum síðan árið 2008,“ segir einn vínframleiðandinn sem blaðamaður Spiegel ræðir við. „Þetta verður alls ekki einfaldara með árunum.“