*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 25. ágúst 2016 08:41

Frost á viðræðum um sölu Arion banka

Síðan slitasamningar náðust við Kaupþing virðist vera sem lítið hafi gengið í viðræðum við hóp lífeyrissjóða um sölu á Arion banka.

Ritstjórn
AFP

Í kjölfar þess að nauðasamningar slitabús Kaupþings voru samþykktir, og slitastjórn félagsins hvar frá störfum og nýir forystumenn komu að borðinu, þá virðist vera sem frost sé komið í söluviðræður á 87% eignahlut slitastjórnarinnar til hóps lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Skuldbundnir til sölu innan 36 mánaða

Í samningum um stöðugleikaframlag í ríkissjóð sem Kaupþing samdi um í lok síðasta árs, samþykkti félagið að selja allan 87% hlut sinn í Arion banka innan 36 mánaða.

Er skilningur ríkisins að ef Kaupþing takist ekki að losa nægilegt fé úr hlut sínum úr bankanum fyrir árslok 2018 hafi orðið greiðslufall hjá félaginu og ríkinu sé því heimilt að leysa til sín allan hlut þess í Arion banka.

Almenningi byðist að kaupa hluti

Í haust stefndi í að hópur lífeyrissjóða, undir forystu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis og Frjálsa lífeyrissjóðsins, myndi gera tilboð í umtalsverðan hlut í bankanum.

Í kjölfarið var svo stefnt að því að almenningi byðist að kaupa hlut í bankanum í opnu útboðsferli og verðið yrði það sama og sjóðirnir myndu kaupa á. 

Formlegt söluferli hafið

Lífeyrissjóðirnir fengu Þórarin V. Þórarinsson hrl. og ráðgjafafyrirtækið Icora Partners til að hafa umsjón með viðræðunum fyrir sína hönd, en Arion banki sendi tilkynningu í gegnum kauphöllina þann 16. júní síðastliðinn að formlegt söluferli á bankanum væri hafið.

Var upplýst um það að Citibank hafi verið fenginn til ráðgjafar við söluferlið, en engar upplýsingar hafa borist um að formlegar viðræður séu við aðra aðila en lífeyrissjóðina.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is