Bresk og evrópsk fyrirtæki hafa ekki gefið út eitt einasta hávaxtaskuldabréf frá því að lausafjárkrísan hófst í ágústmánuði. Sérfræðingar segja sennilegt að fyrirtæki muni þurfa að bíða fram á næsta ár þangað til skuldabréfamarkaðurinn opnar fyrir útgáfu slíkra ruslbréfa (e. junk bonds), að því er The Daily Telegraph greinir frá.

Franski bankinn Société Générale segir útgáfu ruslbréfa hafa náð hámarki í júní síðastliðnum þegar hún nam samtals 6,5 milljörðum evra. Í ágúst, september, október og nóvember hefur hins vegar ekkert ruslbréf verið gefið út vegna áhugaleysis fjárfesta í kjölfar umrótsins á fjármálamörkuðum. Markaður fyrir hávaxtaskuldabréf nær yfir fyrirtæki sem hafa lánshæfiseinkunina BBB- eða lægra.

Sjá nánari umfjöllun í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.