*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 29. maí 2013 08:41

Frosti verður nýr framkvæmdastóri Viðskiptaráðs

Tilkynnt verður í dag eða á næstu dögum um ráðningu Frosta Ólafssonar sem nýs framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Gísli Freyr Valdórsson
Aðrir ljósmyndarar

Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og mun hefja þar störf á næstu dögum.

Um þetta verður tilkynnt síðar í dag samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hann  tekur við starfinu af Haraldi I. Birgissyni, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra ráðsins frá því að Finnur Oddsson lét af störfum undir lok síðasta árs.

Frosti starfaði áður sem hagfræðingur Viðskiptaráðs en hefur síðustu tvö ár starfað hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company í Danmörku, eða allt frá því að hann lauk MBA prófi frá London Business School.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun Haraldur hverfa aftur til sinnar fyrri stöðu sem aðstoðarframkvæmdastjóri og lögfræðingur ráðsins.