Framleiðendur sítrusávaxta í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum telja að frost sem skall á í viku í desember muni kosta iðnaðinn þar 441 milljón bandaríkjadala. Það samsvarar um 51 milljarði íslenskra króna.

Samtök sítrusframleiðenda, California Citrus Mutual, greindi frá þessu í gær. Ástandið var verst í Central Valley þar sem mandarínur, appelsínur og sítrónur eyðilögðust í frosti sem varð sjö nætur í röð.

Það var Associated Press fréttastofan sem greindi frá