Frostmenn ehf. hafa fest kaup á Kælismiðjunni Frosti af Stáltaki efh., segir í tilkynningu frá félaginu. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Kælismiðjan Frost er stærsta fyrirtækið á landinu í uppbyggingu og þjónustu á kæli- og frystikerfum í útgerðar- og matvælaframleiðslufyrirtækjum.

Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi fyrirtækisins í kjölfar eigendaskiptanna, segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að rekstur Kælismiðjunnar Frosts hafi gengið vel undanfarin ár og árið 2005 stefnir í að verða það besta í sögu fyrirtækisins. Framundan eru næg verkefni og rekstrarhorfur góðar.

Hjá Kælismiðjunni Frosti, sem var stofnuð árið 1993, starfa 28 manns, þar af 20 á Akureyri og átta í Garðabæ.