Tap Frost Culture Company árið 2009 nam 23,5 milljónum króna, samanborið við 20,3 milljóna króna tap á árinu á undan. Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um rekstur Frost Culture en félagið er móðurfélag Frostroses Entertainment ehf., sem skipuleggur meðal annars árlega jólatónleika Frostrósa.

Félagið er í eigu Samúels Kristjánssonar. Félögin skiluðu bæði ársreikningi fyrir árið 2009 fyrir nokkrum dögum en hafa ekki skilað ársreikningum fyrir árin 2010 og 2011. Í lok árs 2009 var eigið fé Frost Culture neikvætt um 90,4 milljónir króna. Rekstur Frostroses Entertainment var þó öllu betri og félagið hagnaðist um 47,2 milljónir króna árið 2009, samanborið við 17,3 milljónir króna árið á undan. Eigið fé félagsins nam í árslok 2009 67,6 milljónum króna og félagið greiddi móðurfélaginu 25 milljónir króna í arð á árinu.