Føroya Banki var skráður í kauphöllina á Íslandi og kauphöllina í Kaupmannahöfn í dag og er 45. félagið sem er skráð í Nordic Exchange á þessu ári.  Þetta kom fram í fréttatilkynningu.

Føroya Banki ? elsti bankinn á Færeyjum ? var stofnaður árið 1906. Árið 1994 sameinaðist P/F Sjóvinnubankin honum, en Føroya Banki starfaði áfram undir sama heiti. Bankinn þjónar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.

?Við bjóðum Føroya Banki innilega velkominn í OMX Nordic Exchange á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að öflugt fjármálafyrirtæki frá Færeyjum hafi slegist í hópinn hjá okkur. Einkavæðing bankans markar tímamót á Færeyjum og það eru spennandi tímar í vændum,? segir Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi, í tilkynningunni.

?Þetta er stór dagur hjá okkur. Í júní urðum við aðilar að kauphöllinni á Íslandi og verðbréfamarkaður Færeyja tengist þeirri kauphöll. Í kjölfarið urðum við síðan aðilar að kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Ég er sannfærður um að bæði skráningin og einkavæðingin mun stuðla að auknum vexti bankans jafnt innanlands sem á heimsvísu og við hlökkum til að starfa með hluthöfum okkar og skapa þeim verðmæti,? segir Janus Petersen, forstjóri Føroya Banki.

Viðskiptalota hlutabréfa í Føroya Banki, sem hefur auðkennið FO-BANK, er 20 á Íslandi og 50 í Kaupmannahöfn. Félagið flokkast með meðalstórum félögum í fjármálageiranum