Janus Petersen, forstjóri Føroya Banka, segir í sérblaði um Færeyjar í Viðskiptablaðinu í dag að stöðugt sé verið að huga að vaxtamöguleikum bankans og þar séu líkur á aukinni þjónustu við Ísland m.a. inni í myndinni.

„Við höfum þó ekki samþykkt neinar áætlanir enn sem komið er um að setja upp útibúa á Íslandi. Þó höfum við tilkynnt það hjá Kauphöllinni og einnig meðal fjárfesta að við séum að skoða þróunin á okkar nágrannamörkuðum og þá einnig á Íslandi. Þar erum við að horfa á hvort þar séu hugsanlegir vaxtamöguleikar fyrir okkur enda höfum við öflugan fjárhagsgrunn að byggja á.

Við erum þegar með sterka markaðshlutdeild í Færeyjum, svo líklegt er að frekari vöxtur verði þá á starfseminni utan Færeyja. Markaðsaðstæður á Íslandi eru þó vissulega erfiðar sem stendur, en við höfum þó náð til okkar innlánum frá stórum fyrirtækjum á Íslandi. Í haust þegar stóru íslensku bankarnir fóru á hliðina, fengum við fyrirspurnir frá stórum íslenskum útflutningsfyrirtækjum sem óskuð eftir heimild til að leggja inn stórar erlendar upphæðir sem þau töldu sig ekki geta flutt til Íslands.

Við buðum þeim því ágæta vexti á evrur, danskar krónur og Bandaríkjadollara svo þeir gætu lagt gjaldeyri inn hjá okkur. Vegna erfiðrar stöðu íslensku krónunnar í dag höfum við þó ekki möguleika á að bjóða upp á innlán eða útlán í íslenskum krónum. Það er útilokað að taka þá áhættu sem því fylgir."

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um Færeyjar sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .