Norræna lággjaldaflugfélagið Sterling flutti 9,4% færri farþega á fyrsta ársfjórðungi árið 2007, samanborið við sama fjórðung í fyrra. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen.

Stefan Vilner, framkvæmdastjóri hjá Sterling, tekur fram að þrátt fyrir samdráttinn sé félagið mun betur sett fjárhagslega en fyrir kaupin á keppinautinum Mærsk Air.

Fyrir samrunann var tap Sterling á ársgrundvelli einn milljarður danskra króna, segir Børsen.