Bandaríkjamenn væntu þess að nýjum störfum í desember fjölgaði um 200 þúsund en reyndir varð 108 þúsund. Þrátt fyrir muninn voru áhrifin á markaði tiltölulega hófleg.

Almennt er reiknað með því að bandaríski seðlabankinn hækki stýrivexti um 25 punkta 31. janúar næst komandi. Komi sterkar vísbendingar um að hægja sé á hagvexti vestanhafs á næstunni kann að vera að núverandi vaxtahækkunarferli fari brátt að ljúka, segir greiningardeild Landsbankans.

Þetta er annað árið í röð sem störfum fjölgar umtalsvert í Bandaríkjunum, bendir greiningardeildin á, en að meðaltali jókst fjöldi starfa um 170 þúsund sem svarar til 1,5% aukningar á milli ára.

Hvort minni fjölgun starfa nú í desember boðar eitthvað nýtt á eftir að koma í ljós.