Mánudaginn 29. október s.l opnaði Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, nýjan fræðsluvef Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál. Vefslóðin er ,,gottadvita.is.” Á heimsíðum flestra lífeyrissjóða er hnappur sem hægt er að smella á til að færast á fræðsluvefinn.

Vefurinn byggir á tveimur megin köflum.

Annars vegar  er að finna mikilvægar spurningar og svör um lífeyrissjóðina og lífeyrisréttindi. Efnið byggir á upplýsingariti Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál, Lífeyrissjóðurinn þinn sem er ætlað að upplýsa sjóðfélaga lífeyrissjóða um réttindi þeirra og landsmenn almennt um lífeyrismál. Þessi kafli er einnig á dönsku, ensku og pólsku og er það gert vegna hinna fjölmörgu erlendu launamanna, sem vinna hér á landi og eignast lífeyrisréttindi í íslenskum lífeyrissjóðum.

Hins vegar  eru spurningar og svör fyrir þá sem eru hefja störf á vinnumarkaði og byrja að greiða í lífeyrissjóð, en samkvæmt lögum eiga allir vinnandi menn á aldrinum 16 til 70  ára að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. Í þessum kafla er hægt að fræðast  um lífeyrisréttindi og um almennar ráðleggingar Landssamtaka lífeyrissjóða til nýrra sjóðfélaga.

Mikil vinna var lögð í uppsetningu vefsins með það að leiðarljósi að auðvelt væri að finna upplýsingar. Þannig eru t.d. öll svör tiltölulega stutt og hnitmiðuð. Meðal nýmæla er að kanna þekkingu sína um lífeyrismál og taka krossapróf. Ef öllum spurningunum er svarað rétt verður nafn viðkomandi skráð í lukkupott!  Dregið verður mánaðarlega úr nöfnum þeirra sem komast í pottinn.

Vefnum er ritstýrt af Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins og Hrafni Magnússyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Vefurinn