*

þriðjudagur, 29. september 2020
Erlent 14. maí 2020 08:32

Hætta að fjárfesta í Kína

Stærsti lífeyrissjóður bandaríska ríkisins hættir við kaup á kínverskum hlutabréfum eftir gagnrýni Donald Trump.

Ritstjórn
Donald Trump gagnrýndi fjárfestingastefnu FRTIB lífeyrissjóðsins
epa

Stærsti lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna, FRTIB, hefur hætt við að fjárfesta í kínverskum hlutabréfum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi lífeyrissjóðinn fyrr í mánuðinum fyrir að fjárfesta í kínverskum fyrirtækjum og taldi fjárfestingastefnu sjóðsins setja þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu. 

Lífeyrissjóðurinn FRTIB hafði áformað að styðjast við MSCI heimsvísitöluna sem inniheldur kínversk fyrirtæki. Sjóðurinn hélt fjárfestingastefnu sinni óbreyttri í nokkra mánuði þrátt fyrir andstöðu frá báðum þingflokkum Bandaríkjanna samkvæmt frétt Financial Times

Gagnrýnendur fjárfestingastefnunnar hafa haldið því fram að fjárfestingar í kínverskum fyrirtækjum skaði hagsmuni Bandaríkjanna og auki spennu milli stórríkjanna tveggja. Stjórnvöld Kína sögðu ákvörðun lífeyrissjóðsins skaða bandaríska fjárfesta í tilkynningu í gær. 

Stikkorð: Bandaríkin Kína Donald Trump Bandaríkin Kína FRTIB