Hagfelldast er fyrir frumkvöðla sem vilja slá í gegn að hafa unnið í 6 til 10 ár í nýsköpunargeiranum og öðru hvoru megin við fertugt. Þetta er mat Kristina „Z“ Holly , höfundar greinar um málið. Greinin birtist á vef Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem birtist í gær í tengslum við efnahagsráðstefnuna í Davos sem hefst í dag.

Greinahöfundur hafði áður gert könnun um málið sem 500 frumkvöðlar tóku þátt í. Niðurstöður könnunarinnar benda til að þær hugmyndir sem fólk hefur um frumkvöðla eru rangar. Þar á meðal er sú að flestir frumkvöðlar séu undir 25 ára aldri. Hið rétta er að meirihluti þeirra er yfir fimmtugu.

Í könnuninni er bent á að stofnendur LinkedIn hafi verið um það bil 36 ára þegar þeir stofnuðu fyrirtækið.