Fyrirtækið Dyngja, sem er í eigu nemenda við Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins 2020 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Mun Dyngja keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fram fer í Cascais , Portúgal dagana 22. – 24. júlí 2020 og nú í fyrsta skipti fjarkeppni ( Virtual ), þar sem ekki verður hægt að hafa keppnina á hefðbundinn hátt vegna heimsfaraldursins.

Tuttugu og fimm fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum, voru valin úr hópi 109 fyrirtækja, til að taka þátt í  úrslitum Ungra frumkvöðla 2020. Sigurvegarinn, Dyngja, er fjárfestingarapp, sem leyfir notendum sínum að fjárfesta með gervipeningum á íslenska hlutabréfamarkaðinum.

Eftirfarandi hlutu verðlaun:

  • Fyrirtæki ársins 2020: Dyngja  - Verslunarskóli Íslands
  • Fyrirtæki ársins - 2. Sæti: Piskís - Verslunarskóli Íslands
  • Fyrirtæki ársins - 3. Sæti: Draumaljós - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • Mesta nýsköpunin: Skín - Kvennaskólinn í Reykjavík
  • Besta fjármálalausnin: Dyngja - Verslunarskóli Íslands
  • Besti Sjó-Bisnessinn: Hulur - Borgarholtsskóli
  • Samfélagsleg nýsköpun: Rætur - Verslunarskóli Íslands
  • Besta hönnunin: Kusari - Menntaskólinn við Sund
  • Besta tæknilausnin: iQroll - Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
  • Umhverfisvænasta lausnin: Vösk - Verslunarskóli Íslands
  • Bestu markaðsmálin: Koley - Menntaskólinn við Sund
  • Besta matvælafyrirtækið: MYSEY - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Einnig fengu eftirfarandi fyrirtæki viðurkenningu fyrir að vera meðal 25 efstu fyrirtækjanna:

  • Ataraxia -Tækniskólinn
  • Baría - Menntaskólinn við Hamrahlíð
  • Blika - Fjölbrautaskólinn við Ármúla
  • Blú – Menntaskólinn við Sund
  • Fyrir þig – Borgarholtsskóli
  • Gúmmí ehf. – Verslunarskóli Íslands
  • Jökla – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • Karpúl – Fjölbrautaskólinn við Ármúla
  • Kul – Verslunarskóli Íslands
  • Samvera – Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
  • Snarl – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • Tindra belti – Verslunarskóli Íslands
  • Þarasalvi – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • Ægisólar – Verslunarskóli Íslands

Junior Achievement (JA) eru 100 ára alþjóðleg félagasamtök sem starfa á heimsvísu en verkefni á vegum samtakanna snerta meira en tíu milljónir nemenda á ári hverju í 123 löndum, þar af yfir fjórar milljónir nemenda í 40 Evrópulöndum. Samtökin leitast við að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamenntun í skólum. JA á Íslandi er þátttakandi í JA á heimsvísu.

Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla JA Iceland er samstarfsverkefni atvinnulífs og skóla, sem fer af stað í  janúar á hverju ári með „Sparkinu“ sem er haldið í Háskólanum í Reykjavík en þar er Fyrirtækjasmiðjunni ýtt úr vör, og um 600 framhaldsskólanemendur í 15 framhaldsskólum fá að spreyta sig á því að stofna fyrirtæki, koma fram með hugmynd, framleiða vöru eða þjónustu og selja síðan á Vörumessu sem hefur verið í Smáralindinni árlega. Uppskeruhátíð er venjulega í lok apríl í höfuðstöðvum Arion banka en þar eru veitt verðlaun í 12 flokkum: Fyrirtæki ársins, 1,2 og 3 sæti, mesta nýsköpunin, besta fjármálalausnin, besti sjó-bissnessinn, samfélagsleg nýsköpun, besta hönnunin, besta tæknilausnin, umhverfisvænasta lausnin, bestu markaðsmálin, besta matvælafyrirtækið. Nemendur njóta leiðsagnar Mentora frá samstarfsfyrirtækjum okkar og koma þeir inn í kennslustundir í skólunum. Fyrirtæki ársins keppir í Evrópukeppni JA Europe fyrir hönd Íslands.