Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka er sjóður sem styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.

Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum um styrki en úthlutun getur numið allt að 10 milljónum króna. Úthlutun fer fram tvisvar á ári en fyrr á árinu úthlutaði sjóðurinn 10 milljónum króna til fimm verkefna.

Umsóknarfrestur rennur út 1. október nk., en tekið er á móti umsóknum á vef bankans.