Sérblað Viðskiptablaðsins um frumkvöðla kom út á dögunum og var útgáfunni fagnað við margmennishóf á Apótekinu. Hátæknifyrirtækið Nox Medical hlaut verðlaunin Frumkvöðull ársins hjá Viðskiptablaðinu fyrir árið 2015 og Datadrive hlaut verðlaun fyrir Sprota ársins. Helga Valfellsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, veitti verðlaunin.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Margmenni var á Apótekinu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Pétur Már Halldórsson tekur við viðurkenningu fyrir Frumkvöðul ársins fyrir hönd Nox Medical.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Guðmundur Grétar Sigurðsson tekur við verðlaunum fyrir Sprota ársins fyrir hönd Datadrive.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Pétur Már Halldórsson með blómvöndinn í góðum hópi.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Trausti Hafliðason, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins, hélt stutta ræðu.