Bandaríski frumkvöðullinn Mike Friton, sem hefur verið leiðandi skóhönnuður í heiminum undanfarin 30 ár, hélt fyrirlestur á fimmtudagskvöld í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Í fyrirlestrinum ræddi Friton aðferðir sínar í vöruhönnun, verkefnalausnir og reynslu á alþjóðamarkaði.

Ferill Fritons hófst á tilraunastofu Bill Bowerman, annars stofnenda Nike. Hann vann um árabil hjá fyrirtækinu og kom í framleiðslu alls fjórtán skótegundum. Þeirra á meðal eru hlaupaskórnir Nike Air Terra Goatek sem hannaðir eru eftir geitarhófi og framtíðarskóna „Back to theFuture“. Friton lét af störfum hjá Nike fyrir tveimur árum til að setja á markað eigið fyrirtæki sem hannar skó fyrir framsækin skóhönnunarfyrirtæki. Samhliða því kennir Friton skóhönnun við Art Institute of Portland.