Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú að ég hef gífurlega trú á þessu verkefni. Að vinna með tónlist og að ímyndarmálum fyrirtækja þykir mér gífurlega spennandi,“ segir Ívar Kristjánsson, nýr framkvæmdastjóri ATMO.

ATMO, sem áður hét Gogoyoko, sérhæfir sig í að vinna með fyrirtækjum í að skapa ákveðna upplifun viðskiptavina, einkum með tónlist. Ívar er einn stofnenda CCP ásamt tveimur öðrum en þeir stofnuðu fyrirtækið árið 1997. Sautján árum síðar eru starfsmenn fyrirtækisins um 600 og viðskiptavinirnir um hálf milljón, staðsettir um allan heim. Tekjur CCP voru um  milljarðar á síðasta ári og því hefur uppgangurinn verið ævintýri líkastur.

Kann vel við sig í frumkvöðlaumhverfi
Spurður að því af hverju hann skipti um starfsvettvang á þessum tímapunkti segist Ívar vera frumkvöðull í sér og kunna vel við sig í slíku umhverfi. Nú sé CCP orðið stórt og þroskað fyrirtæki og því sé tímabært að takast á við nýjar áskoranir. Ívar tók við stjórnarformennsku Gogoyoko fyrir um ári og fann að það höfðaði vel til sín.

Ítarlegri umfjöllun birtist í Viðskiptablaðinu 5. júní 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .