Dúkkan Barbie hefur unnið hin ýmsu störf, talið er að hún hafi unnið í yfir 150 mismunandi atvinnugreinnum meðal annars sem módel, hjúkka, geimfari, og rappari. En nú bætir hún nýju starfi við ferilskránna sem frumkvöðull.

Frumkvöðla Barbie er í boði í fjórum mismunandi kynþáttum en með henni fylgja hlutir sem allir frumkvöðlar eiga: spjaldtölva, snjallsími og skjalataska. Með þessari framleiðslu vill leikfangafyrirtækið Mattel vekja innblástur hjá nýrri kynslóð kvennafrumkvöðla. Frumkvöðla Barbie fór í sölu hjá Amazon í gær. Með henni fylgir baksaga hennar en Mattel vann náið með átta alvöru kvennfrumkvöðlum að henni.

Í sprotafyrirtækjastíl mætti Frumkvöðla Barbie á markaðinn með því að halda #BarbieChat á Twitter þar sem konurnar að baki sögu hennar fengu að deila sögum sínum.

Frumkvöðla Barbie hefur verið tekið vel á markaðnum fyrir skilaboð hennar, hins vegar hefur bleik dragt hennar og vaxtarlag Barbie sætt gagnrýni um úreltar staðalímyndir.