Framlagning álagningarskrár mun heyra sögunni til verði frumvarp Sigríðar Andersen og Birgis Ármannssonar hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um tekjuskatt.

Sigríður Á. Andersen.
Sigríður Á. Andersen.
Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að álagningarskrá verði ekki lögð fram, heldur verði beðið þar til skattskrá fyrir hvert sveitarfélag liggur fyrir og að hún verði lögð fram og fólki gefinn kostur á að kynna sér efni hennar, en með takmörkunum þó. Hver einstaklingur muni aðeins geta fengið upplýsingar um þrjá aðra gjaldendur úr hverri skattskrá. Þá verði lagt bann við opinberri birtingu upplýsinga úr skattskránni án heimildar viðkomandi skattaðila.

„Ég tel að framkvæmd við framlagningu álagningarskrár hafi verið í langan tíma verið umfram það sem eðlilegt og sanngjart getur talist og þess utan ekki í samræmi við gildandi lög,“ segir Sígríður Andersen í samtali við Viðskiptablaqðið. „Þar á ég við að opinber birting á upplýsingum úr álagningarskrá er ekki sérstaklega leyfð í lögunum, heldur er opinber birting sérstaklega leyf' varðandi skattskránni, en enginn virðist hafa áhuga á henni heldur álagningarskránni.

Þá hef ég lengi gert athugasemdir við þá framkvæmd skattayfirvalda að vinna sérstakan lista yfir skattakónga og afhendi fjölmiðklum. Engin heimild er fyrir þessu í lögunum og í raun er framkvæmdin í andstöðu við þau. Hún hefur hins vegar verið varin með vísun til langrar venju.“

Hvað varðar takmörkun á aðgengi almennings að upplýsingum í álagningar- og skattskrám segir Sigríður að taka þurfi af öll tvímæli um framlagningu og meðferð þessara upplýsinga. „Ég vil takmarka aðgengi almennings að þessum upplýsingum, sem varða persónuleg málefni manna, og njóta friðhelgi einkalífs. Því hefur verið haldið fram að mikilvægt sé að almenningur geti haft eftirlit og aðhald með öðrum skattgreiðendum og reynum við að koma til móts við þetta sjónarmið í frumvarpinu. Hvað þetta varðar verður þó að gæta meðalhófs eins og þegar um aðrar viðkvæmar upplýsingar er að ræða.“