Viðskiptaráð segir frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu, sem þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram, vera misheppnaða tilraun til að draga úr ókostum verðtryggingar.

Þetta kemur fram umsögn ráðsins við frumvarpið , sem þau Þorsteinn Sæmundsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Birgir Þórarinsson, Sigurður Páll Jónsson og Bergþór Ólason, allur þingflokkur Miðflokksins, leggja fram.

Í frumvarpinu er lagt til að miðað við sé vísitölu neysluverðs án húsnæðis þegar reiknaðir eru út vextir á verðtryggðum lánum og sparnaði, en ekki með húsnæðislið eins og nú er. Segir í umsögn ráðsins að þó verðtryggingunni fylgi ýmsir ókostir sem væri góðra gjalda vert að leita leiða til að draga úr þá væri frumvarpið ekki til þess fallið að draga úr ókostum verðtryggingarinnar.

Fyrir þeirri umsögn sinni nefnir ráðið einkum þrjár ástæður:

  1. Sagan sýnir að verðbólga án húsnæðisliðar er mun sveiflukenndari sem þýðir að lán og greiðslubyrði verðtryggðra lána myndi sömuleiðis vera sveiflukenndari.
  2. Líklegt er að verðtryggðir vextir myndu hækka og þannig þurrka út þann ávinning sem heimili kunna að hafa.
  3. Ef horft er rúmlega 10 ár aftur í tímann er greinilegt að breytingin gæti verið bjarnargreiði við skuldara.

Hægt er að lesa umsögnina nánar á vef Viðskiptaráðs.