Boðað hefur verið til þingfundar kl. 10 í kvöld til að afgreiða frumvarp um afléttingu gjaldeyrishafta. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is stend­ur til að ræða málið við þrjár umræður í kvöld og klára það fyr­ir opn­un markaða í fyrra­málið.

Boðað var til nefndarfundar í efnahags- og viðskiptanefnd klukkan fimm og síðan mun hefjast þingfundur klukkan tíu í kvöld. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn síðastliðinn föstudag .