Frumvarp fjármálaráðherra til laga um farþegagjald og gistináttagjald verður lagt fyrir Alþingi í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður greitt farþegagjald fyrir hvern farþega um borð í flugförum og farþegaskipum.

„Markmið laga þessara er að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“

Fjárhæð farþegagjalds fer eftir lengd ferðar.

Lengd ferðar Fjárhæð

0–500 km                          65 kr.

500–1000 km                    130 kr.

1000–2000 km                  195 kr.

2000–3000 km                  260 kr.

3000–4000 km                   325 kr.

4000 km og yfir                  390 kr

100 krónu gistináttagjald

Þá er kveðið á um að greiða skal í ríkissjóð gistináttagjald. Ein gistinótt telst vera seldur sólarhringur í gistingu fyrir hvern einstakling og er gjaldið 100 krónur fyrir gistinótt á hótelum en 50 krónur fyrir hverja gistinótt á annars konar gististöðum.

Frumvarp fjármálaráðherra .