*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 4. mars 2015 16:33

Frumvarp um First North afgreitt úr nefnd

Frosti Sigurjónsson mun flytja frumvarp um breytingar á fjárfestingaheimildum lífeyrissjóða á þinginu í dag.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Frumvarp um breytingar á First North markaði hefur verið samþykkt úr efnahags- og viðskiptanefnd og verður lagt fyrir þingið í dag. Með frumvarpinu verður lífeyrissjóðum gert mögulegt að flokka hlutabréf á First North markaði sem skráð en ekki óskráð líkt og hefur verið. Með þessu er vonast til að fjárfestingakostir verði fjölbreyttari þar sem eftirsóknarverðara verður að skrá lítil og meðalstór fyrirtæki á First North markað.

Í frumvarpinu er lífeyrissjóðum heimilað að fjárfesta allt að 5% af hreinni eign lífeyrissjóðs í verðbréfum sem verslað er með á markaðstorgi fjármalagerninga, líkt og First North markaður, til viðbótar þeim 20% sem þegar er heimilt að fjárfesta í óskráðum bréfum samkvæmt lífeyrissjóðslögum. 

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er flutningsmaður frumvarpsins.