Frumvarp um First North var samþykkt á Alþingi í gær sem felur í sér að fjárfestingaheimildir fyrir lífeyrissjóðina voru rýmkar.

Fram kemur í greiningu IFS að við a-lið 1. mgr. 36. gr. a laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að því viðbættu er heimilt að fjárfesta fyrir allt að 5% af hreinni eign sjóðsins í verðbréfum sem verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF). Fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóðina aukast þar með.

Í frumvarpinu er lífeyrissjóðum heimilað að fjárfesta allt að 5% af hreinni eign lífeyrissjóðs í verðbréfum sem verslað er með á markaðstorgi fjármalagerninga, líkt og First North markaður, til viðbótar þeim 20% sem þegar er heimilt að fjárfesta í óskráðum bréfum samkvæmt lífeyrissjóðslögum. Þeir þurfa semsegt ekki lengur að flokka First North sem óskráð félög sem gerir félögin þar aðgengilegri. Má búast við því að smærri og meðalstór fyrirtæki sjái sér hag í því að skrá sig á þann markað.