*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 25. mars 2015 08:40

Frumvarp um millidómstig ekki lagt fram

Innanríkisráðherra leggur til tímabundna fjölgun Hæstaréttardómara úr níu í tíu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Frumvarp um stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, verður ekki lagt fram á þessu þingi. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu.

Greint var frá því í byrjun mánaðarins að frumvarpsdrögin væru tilbúin, en þau fela meðal annars í sér stofnun sérstaks millidómsstigs auk fækkunar Hæstaréttardómara úr níu í sex.

Hafa þessar breytingar verið taldar nauðsynlegar meðal margra lögfræðinga, bæði til að minnka álag á æðsta dómstól þjóðarinnar og svo uppfylla megi betur kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu

Hins vegar kemur fram í Fréttablaðinu að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hyggist leggja til að Hæstaréttardómurum verði tímabundið fjölgað úr níu í tíu til þess að svara álagi. Frumvarpið muni því bíða meðferðar þingsins í það minnsta til næsta árs.