Viðskiptanefnd Alþingis mælir með því að samþykkt verði óbreytt frumvarp þess efnis að peningalegt uppgjör verðbréfa, sem skráð eru í erlendum gjaldmiðlum í íslenskri verðbréfamiðstöð, verði mögulegt. Líklegt er að frumvarpið verði afgreitt áður en þingið fer í sumarfrí í lok mánaðarins.

Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, lagði frumvarpið fram á Alþingi í mars síðastliðnum. Það byggir á tillögum nefndar viðskiptaráðherra sem ætlað var að fara yfir lagaákvæði varðandi uppgjör innlends hlutafjár sem skráð er í erlendri mynt. Jón Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, leiddi nefndina.

Í frumvarpinu er lagt til að gera peningalegt uppgjör verðbréfa sem skráð eru í erlendum gjaldmiðlum í íslenskri verðbréfamiðstöð mögulegt með því að bæta ákvæðum um þá uppgjörsleið inn í 15. gr. laga nr. 131/1997, að verðbréfamiðstöð hafi milligöngu um uppgjör slíkra verðbréfa.

Frumvarpið má finna í heild sinni hér.