*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 9. ágúst 2010 12:16

Frumvarpið festir einokun í sessi

Ritstjórn

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa sent frá sér umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á búvörulögum. Í frumvarpinu er meðal annars innleidd sekt við að kaupa mjólk sem er framleidd utan greiðslumarks.

SVÞ lýsa fyrðu sinni á því að sambandið hafi ekki fengið frumvarpið til umsagnar, þrátt fyrir að innan sambandsins séu flest þau fyrirtæki sem sjá um að koma mjólkurvörum til neytenda. Þá segir í umsögninni að samtökin telja það furðu sæta að frumvarpið hafi verið unnið í beinni samvinnu við hagsmunasamtök bænda og afurðastöðva, án þess að nokkrir aðrir hafi haft möguleika á aðkomu að þeirri vinnu.

Verið að innleiða einokun

„Með frumvarpi þessu er verið að innleiða algera einokun við vinnslu og markaðssetningu á mjólkurafurðum á Íslandi. Er þar með verið að hverfa frá því skrefi sem stigið var fyrir fáum árum þegar opnað var fyrir nokkra samkeppni á þessum markaði. Frumvarpið, ef af lögum verður, mun fela í sér eitt alvarlegasta afturhvarf frá frjálsri samkeppni sem sést hefur um langt árabil hér á landi. Hér er verið að velja einokun og hafna atvinnufrelsi. SVÞ hafna þessum lagasetningaráformum algerlega, enda eru þau í hreinni andstöðu við það stefnumið samtakanna að frjáls óháð samkeppni skuli ríkja á öllum sviðum atvinnulífsins. Með því móti verði neytendum í landinu tryggð vara og þjónusta á eins hagstæðum kjörum og kostur er hverju sinni

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is