Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag um nýjar og hertar refsiaðgerðir gegn Íran. Allar eignir íranska ríkisins í Bandaríkjunum hafa verið frystar og aðgerðirnar beinast nú einnig gegn seðlabanka landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Obama segir að bandaríska leyniþjónustan telji sig geta áætlað með nokkurri vissu hvenær Írönum takist að byggja kjarnorkusprengju. Hann segist vinna náið með Ísraelsmönnum að því að koma í veg fyrir að Íranar nái takmarki sínu.