Haukur Davíð Magnússon
Haukur Davíð Magnússon
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Tap Gogoyoko í fyrra nam tæpum 116 milljónum króna samanborið við rúma 91 milljón króna árið áður. Tapið nam 164 milljónum króna ef tillit er tekið til þróunarkostnaður sem var eignfærður. Gengið hefur verið frá fjármögnun félagsins við Frumtak ehf. sem kemur með 55 milljónir króna til að bæta eiginfjárstöðuna sem var neikvæð um 33 milljónir króna í lok síðasta árs.

Skuldir við tvo stærstu hluthafa sem nema meirihluta skulda verða endurskipulagðar með langtímalánum án greiðslu vaxta eða höfuðstóls til tveggja ára. Samið hefur verið við aðra stærstu lánardrottna um frestun greiðslna. Gangi rekstraráætlun félagsins eftir hefur Frumtak skuldbundið sig til að fjárfesta fyrir 95 milljónir til viðbótar í félaginu.

Í árslok 2010 eru hluthafar samtals 23. Fjórir hluthafar eiga samtals yfir 60% af öllu hlutafénu en það eru Gogo Holding slhf. sem á 31%, Haukur D. Magnússon, framkvæmdastjóri félagsins með 15% og Pétur Jóhann Einarsson, 15%.