Eitt dótturfélaga Fons, eignahaldsfélags Pálma Haraldssonar athafnamanns, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Um er að ræða fyrirtækið FS38 ehf. sem árið 2008 keypti 30% hlut í Aurum af Fons. Kaupin voru fjármögnuð með láni frá Glitni en slitastjórn bankans reynir að fá þeirri lánveitingu hnekkt með dómi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun og vísað til fréttar í Lögbirtingarblaðinu.