Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, hefur keypt 49,5% hlut í Promens af Horni fjárfestingarfélagi, sem er í eigu Landsbankans, fyrir 8 milljarða króna. Fyrr á árinu hafði verið gerður samningur um kaup FSÍ á 40% hlut Í Promens með kauprétt á 9,5% hlut í viðbót og að lokinni áreiðanleikakönnun hefur FSÍ nýtt sér þann fyrirvara og eignast sem sé 49,5% hlut.

Í fréttatilkynningu frá Promens kemur fram að Horn eigi enn 49,8% hlut í félaginu og lykilstarfsmenn þess eigi 0,7% hlut. Stefnt er að skráningu Promens á hlutabréfamarkað á næstu tveimur til þremur árum. Á næstunni verða gefnir út nýtt hlutafé í félaginu og fer hluti kaupverðsins til kaupa á þeim hlutum.

Fram kemur í tilkynningunni að hagnaður Promens á síðasta ári hafi verið 11,7 milljónir evra.