Robert Wade er sagður hafa mjög rangt fyrir sér um íslenskt efnahagslíf í grein Friðiks Más Baldurssonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík og Richard Porter, prófessors við London Business School, í grein sem birtist í Financial Times í dag.

Í greininni kemur fram að gott sé að nú hægist um íslensku efnahagslífi, enda hafi hagvöxtur á árunum 2003-2007 verið 5,2% að meðaltali, en skráð atvinnuleysi sé þó aðeins 1% í dag. Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi ársins hafi síðan verið um 1,1% milli ársfjórðunga, sem er vissulega mun minna en síðustu ár, en ekki er um neinar hamfarir að ræða.

Helsta ójafnvægi síðustu ára er sagt vera of hátt skráð króna, þó svo að snörp veiking hennar nú sé að öllum líkindum yfirskot.

Vergar skuldir heimilanna námu 200% af landsframleiðslu í lok árs 2007, en hins vegar hafi eignir þeirra numið 750% af landsframleiðslu.

Íslenskt yfirvöld hafa að sama skapi innleitt sömu reglur og önnur ríki EES, en ekki komist undan með léttvægt regluverk eins og fram kom í grein Wade.

Friðrik og Porter gagnrýna Wade í lok greinarinnar fyrir að skrifa í pólitískum tilgangi (e. rumour-mongering), og benda á að léttúðleg vinnubrögð og yfirlýsingagleði séu óviðeigandi í núverandi ástandi fjármálamarkaði.

Greinina má lesa hér