Áhyggjum af víðtækri fjármálakreppu á Íslandi hefur verið drepið á dreif eftir að þrír stærstu bankar landsins kynntu uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung, þar sem sést að þeir finna fyrir áhrifum niðursveiflu í efnahagslífinu en þjást ekki um of vegna hennar.

Þetta kemur fram í frétt Financial Times um uppgjör íslensku bankanna.

Í grein Financial Times segir að ýmsir hafi óttast að erlend lán bankanna, sem fjármögnuðu útrás þeirra, gætu veikt stöðu þeirra mikið þegar lánsfjárkreppan hækkaði kostnað á lánsfé mikið.

Skuldatryggingaálag bankanna hafi hækkað upp í nálægt 1.000 punktum, sem þýði að skuldatryggingamarkaðurinn telji líklegt að bankarnir verði gjaldþrota.

Uppgjör bankanna á 2. fjórðungi sýni hins vegar fá merki um að þeir stefni í gjaldþrot á næstunni. Þeir hafi þvert á móti brugðist við, m.a. með því að dreifa starfsemi sinni víðar um heim og auka þjónustutekjur sínar.

Þrátt fyrir að ýmislegt bendi þó til þess að lánasafn bankanna sé að byrja að hrörna sé lausafjárstaða bankanna þó traust samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum og fjármögnun rekstrar næsta árs er tryggð.

Grein Financial Times.