Landsbankinn hefur fengið til sín alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið FTI Consulting til að aðstoða bankann við að endursemja um 300 milljarða erlendar skuldir við kröfuhafa gamla Landsbankans (LBI). Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem fjallað er nánar um málið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu slitastjórn LBI og Landsbankinn halda fund í næsta mánuði þar sem stjórnendur Landsbankans gera nánar grein fyrir því af hverju bankinn telur nauðsynlegt að lengja í erlendum skuldum bankans.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur meðal annarra lagt áherslu á mikilvægi þess vegna vinnu við afnám fjármagnshafta.