FTSE 100 hlutabréfavísitalan fór yfir 5.000 stig í fyrsta skipti í tvö og hálft ár. Vísitalan hækkaði um 9,6 stig eftir að sjö af stærstu fyrirtækjunum kynntu rekstrarafkomu og ljóst var að Englandsbanki myndi halda stýrivöxtum óbreyttum.

Sérfræðingar benda á að hlutabréfaverð hafi farið hækkandi undanfarið ár enda fyrirtæki að skila góðum hagnaði, sem aftur hefur verið notaður til að greiða niður skuldir og auka arðgreiðslur.

FTSE vísitalan náði hæstu hæðum á tíma Netbólunnar og var liðlega 6.930 stig í desember. Síðan snarféll hlutabréfaverð en hefur verið á uppleið frá mars 2003 þegar vísitalan fór niður í 3.287 stig skömmu eftir innrásina í Írak.