Samningar hafa náðst á milli japanska tæknirisans Fujitsu og Opinna kerfa um dreifingu, sölu og þjónustu á vörum fyrirtækisins hér á landi. Fujitsu er þriðja stærsta upplýsingatæknifyrirtæki heims og það stærsta í Japan. Vörur frá Fujistu voru áberandi á íslenskum tölvu- og tæknimarkaði á árum árum en hafa verið ófáanlegar hér í mörg ár.

ACO-Tæknival seldi vörur frá Fujitsu síðast fyrir um áratug.

Í tilkynningu er haft eftir Gunnari Guðjónssyni, forstjóra  Opinna kerfa, að samstarf við Fujitsu marki tímamót.

Í tilefni af samstarfi Opinna kerfa og Fujitsu komu fulltrúar fyrirtækisins í Danmörku hingað til lands, þeir Peter Koch, sölu- og markaðsstjóri, og Kristian Reseke, sölustjóri dreifingar. Lýstu þeir yfir mikilli ánægju með að Fujitsu væri aftur komið til Íslands.

Frá undirskrift samningsins.