Yasuo Fukuda, forsætisráðherra Japan, sagði í ræðu sinni á World Economic Forum í Davos í Sviss að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af efnahag heimsins um þessar mundi. Hann sagði nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma efnahagsþróuninni á réttan kjöl en varaði við of mikilli svartsýni að því er segir á fréttavef BBC.

Fukuda sagði að efnahagsástandið yrði helsta umræðuefnið á fundi sjö helstu iðnríkja heims á fundi þeirra í Tokýó í næsta mánuði.