Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur lokað fyrir skráningu á fyrirlesturinn Warren Buffett: Sjálfstæði í hugsun og athöfnum. Það er Már Wolfgang Mixa, sérfræðingur hjá Icebank, sem heldur fyrirlesturinn en hann hefur meðal annars skrifað greinar í Viðskiptablaðið um Buffett, þekktasta fjárfesti heims.


Eins og fram hefur komið í auglýsingum er takmarkað sætaframboð og hefur fjöldi skráninga nú náð hámarksfjölda sætaframboðs.

Minnt er á að fyrirlesturinn hefst klukkan 8 í kvöld í Bertelstofu á Thorvaldsen Bar.