*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Sjónvarp 19. mars 2015 15:38

Fullkomin stjórn með nýrri stýristækni

Viðskiptablaðið prófaði splunkunýjan Volvo FH 13 dráttarbíl með 6 strokka, 13 lítra og 500 hestafla vél.

Haraldur Guðjónsson
Hleð spilara...

Það er mögnuð tilfinning að setjast upp í splunkunýjan Volvo FH dráttarbíl. Ökumannshúsið er bjart og mjög nýtískulegt, efnisval svipað og í Volvo lúxubíl, sætið þægilegt og hægt að stilla á óteljandi vegu og það er með loftfjöðrun og loftkælingu. Stór gluggi er á þakinu sem gerir rýmið sérstaklega bjart en þessi gluggi er líka neyðarútgangur.

Volvo lagði í sérstaka vinnu við að auka útsýni úr bílnum en það er liður í að auka öryggi og minnka „dauðasvæði“ í kringum bílinn. Ökumannshúsið er búið öllu sem er nauð- synlegt í bílum sem notaðir eru til langferða. Þar er t.a.m. að finna sjónvarp, örbylgjuofn og margmiðlunarkerfi. Þessi gerð bílsins er með einni koju og auk þess eru í honum skápar sem nýtast vel á löngum ferðum en það er ekki óalgengt að bílstjórinn búi í bílnum í heila viku.

Viðskiptablaðið reynsluók bílnum, en ítarlega umfjöllun um bílinn er að finna í Atvinnubílablaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Volvo Volvo FH 13
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is