Lögmannsstofan Fulltingi hagnaðist um tæpa 91 milljón króna árið 2017 að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Þetta er töluverð aukning á milli ára því árið 2016 nam hagnaðurinn 70 milljónum.

Veltan jókst einnig mikið á milli ára eða úr 359 milljónum króna í 469 milljónir. Lögmannsstofan sérhæfir sig í skaðabóta- og vátryggingarétti.

Óðinn Elísson er framkvæmdastjóri Fulltingis og stærsti eigandi lögmannsstofunnar en hann á tæplega 62% í félaginu.