ADVEL er nýtt nafn á Fulltingi lögfræðiþjónustu Fulltingi lögfræðiþjónusta hefur hlotið nýtt nafn og nefnist nú ADVEL lögfræðiþjónusta að því er segir í tilkynningu. Lögfræðistofan Fulltingi ehf. var stofnuð árið 2001. Fyrirtækið óx hratt og fyrir röskum tveimur árum var starfseminni skipt milli eigenda í tvö sjálfstæð fyrirtæki: Fulltingi lögfræðiþjónustu og Fulltingi slysa- og skaðabótamál.

Í tilkynningu segir að nafnabreytingin nú undirstrikar fullan aðskilnað þessara tveggja lögmannsstofa en alþjóðlegt yfirbragð heitisins ADVEL speglar aukna áherslu fyrirtækisins á þjónustu á alþjóðlegum vettvangi.

ADVEL lögfræðiþjónusta veitir fyrirtækjum, opinberum stofnunum og almenningi alhliða lögfræðiráðgjöf og er starfseminni skipt í þrjú starfssvið: Fyrirtækjasvið, Alþjóðasvið og Almennt svið. Starfsmenn ADVEL lögfræðiþjónustu eru 17 talsins, þar af 10 héraðsdómslögmenn og tveir hæstaréttarlögmenn.