Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) er staddir hérlendis og eiga í viðræðum við stjórnvöld um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS. Heimsókn fulltrúanna er stutt í þetta sinn en þeir fara aftur af landi brott 22. júlí næstkomandi.

Önnur endurskoðun samningsins var samþykkt 16. apríl síðastliðinn. Lánsfjárhæð sem bauðst í kjölfarið nam 160 milljónum króna, jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Þá var heildarfjárhæð lánveitinga AGS í tengslum við áætlunina tæpar 1200 milljónir Bandaríkjadala.

Ekki er vitað hvenær þriðja endurskoðun mun fara fram en á blaðamannafundi nýverið með þeim Mark Flanagan & Franek Rozwadowski, fulltrúum sjóðsins hér á landi, kom fram að líklega færi þriðja endurskoðun fram fyrir sumarlok. Dómar Hæstaréttar er varða gengistryggð bílalán hafa þó sett endurskoðunina í nokkuð uppnám, enda miðar efnahagsáætlun AGS við að lækka skuldir ríkissjóðs.