Sérfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi ferðast um í brynvörðum Toyota Landcruiser þegar þeir fara í ferðir til að hafa eftirlit með því að lögbundnum niðurskurði sé framfylgt. Bíllinn nýtur undanþágu gríska ríkisins frá opinberum gjöldum, að sögn Panteli Ekonomou, fjármálaráðherra Grikkja.

Ráðherrann sagði grískum þingheimi í morgun þar sem bílamálið var rætt að sendifulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi notið undanþágu frá sköttum og opinberum gjöldum í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Bíllinn kom til landsins í júlí i fyrra.

AFP-fréttastofan segir George Anatolakis, sem eitt sinn spilaði með gríska liðinu Olympiakos en er nú þingmaður í samstarfsflokki Lucas Papademos forsætisráðherra, gagnrýna undanþáguna. Hún sé ögrun við Grikki sem þurfi nú að greiða hærri skatta á sama tíma og laun þeirra lækki vegna niðurskurðaraðgerða.

Toyota Landcruiser 150.
Toyota Landcruiser 150.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Toyota Landcruiser. Bíllinn á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki að öðru leyti en um sömu bílategund er að ræða.