Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru nú staddir hérlendis til að ræða við stjórnvöld um fimmtu endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Fjórða endurskoðun var samþykkt í nóvember síðastliðnum.

Sagt er frá komu fulltrúanna í tilkynningu frá Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi. Hópurinn verður hér dagana 31.janúar til 7. febrúar.